Færsla skimana ekki vel rökstudd

Það er álit starfs­hóps, sem skipaður var af Lækna­fé­lagi Íslands, að yf­ir­færsla leg­háls­skim­ana til op­in­berra aðila frá frjáls­um fé­lags­sam­tök­um, þar sem hún hafði verið í meir en hálfa öld og þar sem náðst hafði eft­ir­tekt­ar­verður ár­ang­ur, var ekki vel rök­studd, ekki vel fram­kvæmd og tókst ekki sem skyldi á ár­inu 2021.

Aðdrag­andi máls­ins er sá að í júní 2020 fékk Heilsu­gæsla höfuðborg­ar­svæðis­ins það verk­efni frá heil­brigðisráðherra að fram­kvæmd leg­hálskrabba­meins­skimun­ar skyldi vera í þeirra hönd­um en hún hafði þá verið í meir en 50 ár hjá Krabba­meins­fé­lagi Íslands.

Reyn­ir Tóm­as Geirs­son, fyrr­ver­andi yf­ir­lækn­ir á Kvenna­deild Land­spít­al­ans, pró­fess­or og formaður starfs­hóps­ins sagði á blaðamanna­fundi fyrr í dag (29.3.) að hóp­ur­inn hefði þurft að reyna að átta sig á því hvar eitt­hvað hefði farið úr­skeiðis.

„Þarna var bara ekki næg­ur tími til þess að gera þetta allt sam­an af því það var lögð svo mik­il áhersla á að keyra í gegn umbreyt­ing­una,“ seg­ir Reyn­ir og bæt­ir við: „Það var eng­inn sem steig á brems­una.“

Sjá frétt á mbl.is: Enginn sem steig á bremsuna

Sjá einnig frétt í Morgunblaðinu : Færsla skimana ekki vel rökstudd