Ekki þess virði að skima á landamærum - Bryndís Sigurðardóttir á málþingi

Rangt er að taka upp hópskiman­ir á landa­mær­um Íslands. Það er dýrt og ekki þess virði, sagði Bryn­dís Sig­urðardótt­ir, smit­sjúk­dóma­lækn­ir á Land­spít­al­a, á málþinginu Út úr kófinu sem haldið var í hátíðarsal Háskóla Íslands í gærdag.

Bryndís gagnrýndi ákvörðunina að opna landið 15. júní í erindi sínu Leiðir út úr COVID-19: sóttvarnarsjónarmið. Hún sagði að betra að sleppa skimun og opna landið á svipaðan hátt og önn­ur ríki gera. Skyn­sam­legt væri að fylgj­ast með þró­un­inni til að mynda í Dan­mörku og á Nýja-Sjálandi.

Bryndís tókst á um málið við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í Kastljósi RÚV í gærkvöldi. 

Mynd/Skjáskot/RÚV Kastljós

Frétt MBL um erindið hér.

Frétt fréttastofu RÚV hér

Bryndís og Þórólfur í Kastljósi hér.