Einstaklingar með langvinn einkenni eftir COVID-19 - Magdalena og Runólfur

„Við höfum hitt stöku ein­stak­linga sem eru með þessi lang­vinnu ein­kenni mörgum vikum, jafn­vel mánuðum, eftir að þau veiktust og náðu bata af bráðu ein­kennunum,“ segir Runólfur Páls­son, for­stöðu­maður á lyf­lækninga- og endur­hæfingar­þjónustu Land­spítalans, í sam­tali við Frétta­blaðið. Hann segir  ekki hægt að full­yrða hvort eða hve­nær fólkið muni snúa aftur í sitt fyrra horf.

„Það sem er mest á­berandi af lang­varandi ein­kennunum er orku­leysi,“ segir Runólfur við Fréttablaðið. Það beri á því að fólk missi bragð- og lyktar­skyn, finni fyrir þrótt­leysi, höfuð­verk, mæði og vöðva­verkjum. „Þetta er mjög á­berandi eftir Co­vid-19, þrátt fyrir að margir nái skjótum bata eftir smit.“

Lesa má viðtalið við Runólf hér.

Í fréttinni segir einnig frá fimm hundruð manna Face­book hópnum „Við fengum co­vid“. Þar sögðust rúm­lega hundrað manns upp­lifa þrá­látan slapp­leika og orku­leysi í kjöl­far veikinda sinna. Yfir átta­tíu kváðust enn vera með brenglað bragð- og/eða lyktar­skyn.

Runólfur lýsir veikindunum líkt og Magdalena Ásgeirsdóttir gerði í Læknablaðinu en dæmi eru um að fólk sem ekki lagðist inn á spítala þurfi endurhæfingu. „Fólkið sem fékk vægari lungnaeinkenni en glímdi við önnur einkenni, eins og vöðvamáttleysi, gríðarlega þreytu eða úthaldsleysi er nú að koma til okkar eitt af öðru í endurhæfingu,“ segir hún í Læknablaðinu.

Lesa má viðtalið við Magdalenu hér.

Mynd/Læknablaðið