Einn af fimm tíundubekkingum á Íslandi veipar - læknar vilja stöðva sölu án tafar

Læknafélag Íslands vill að sala á rafrettum, eins og hún er í dag, verði stöðvuð án tafar, ef ekki þá verði árangurinn sem Íslendingar hafa náð í að minnka reykingar barna að engu. Fram kemur í ályktun LÍ af nýafstöðnum aðalfundi félagsins að það þurfi að bregðast við í ljósi nýbirtra lýðheilsuvísa frá Landlækni sem sýna að ríflega einn af hverjum fimm tíundubekkingum reyktu rafrettur einu sinni eða oftar í mánuði.

„Fundurinn skorar á yfirvöld að stöðva án tafar sölu á rafrettum eftir því fyrirkomulagi sem nú er, því rafrettur eru hættulegar. Finna þarf viðeigandi lausn á sölu rafretta sem hjálpartækja til að hætta reykingum, t.d í apótekum. Núverandi sölufyrirkomulag er óásættanlegt. Sá árangur sem Íslendingar hafa náð í að minnka reykingar barna er á heimsmælikvarða en honum er stefnt í hættu með núverandi fyrirkomulagi á sölunni,“ segir í ályktun Læknafélags Íslands.

Sjá frétt á dv.is HÉR