Einar felldi Þórarinn Tyrfingsson í SÁÁ - RÚV greindi frá

Einar Hermannsson er nýr formaður SÁÁ. Einar felldi Þórarinn Tyrfingsson sem einnig sóttist eftir formennsku samtakanna. Sitjandi formaður SÁÁ er Arnþór Jónsson og sóttist hann ekki eftir áframhaldandi formennsku.

Í frétt RÚV af fundi SÁÁ kemur fram að í stjórn SÁÁ sitja 48 einstaklingar. 16 af þeim voru kjörnir í fyrrakvöld en þeir eru allir stuðningsmenn Einars. Eftir að aðalfundi lauk var haldinn aðalstjórnarfundur þar sem kosið var um nýjan formann. 41 af meðlimum stjórnarinnar mættu á fundinn og greiddu 32 þeirra atkvæði með Einari. 

Einar segir í samtali við fréttastofu RÚV að hann sé ánægður með niðurstöðurnar. Hann segir jafnframt að það hafi komið sér á óvart hve afgerandi þær voru. 

Lesa má frétt RÚV hér.

Lesa má frétt Fréttablaðsins hér.

 

 

 

 

Mynd/Skjáskot/RÚV