Dánaraðstoð eða líknardráp

Jón Snædal öldrunarlæknir og fyrrverandi forseti WMA, Alþjóðasamtaka lækna, svarar pistli Bjarna Jónssonar og Sylviane Lecoultre í Kjarnanum 28. september. Bjarni og Syl­vi­ane, sem eru stjórn­ar­menn í Lífs­virð­ingu Félagi um dán­ar­að­stoð, skrifa pistil í Kjarn­anum 26. sept­em­ber sl. um „Heil­brigð­is­starfs­fólk og dán­ar­aðsoð.” Í pistl­inum gagnrýna þau m.a. orða­notkunina „líkn­ar­dráp” fyrir gríska orðið  "euthanasia" .

Í svarpistli sínum segir Jón m.a.: Höf­undar pistils­ins leggja til að nota orðið „dán­ar­að­stoð” enda er það í heiti félags­ins sem þau tala fyr­ir. Sam­setta orðið „líkn­ar­dráp” hefur óvenju mikið innra ósam­ræmi þar sem saman fara orðið „líkn” sem hefur mjög jákvæða skírskotun og orðið „dráp” sem er óneit­an­lega nei­kvætt hlað­ið. Það hefur þó verið notað sem lýs­ing á því sem á grísku heitir „eut­hanasia” (ekki lat­ínu eins og segir í skýrslu ráð­herra) sem þýðir „góður dauði” og er líkn­ar­dráp því ekki bein þýð­ing. Dán­ar­að­stoð hefur mun jákvæð­ari blæ og því ekki und­ar­legt að þeir sem styðja þann verkn­að, að einn maður stytti öðrum aldri í líkn­ar­skyni, noti það. Und­ir­rit­aður notar hins vegar orðið „líkn­ar­dráp”, ekki síst vegna þess hversu mikil sið­fræði­leg tog­streita felst í þeim verkn­aði að líkna ein­hverjum með því að binda endi á líf hans." 

Svar Jóns Snædal í Kjarnanum má lesa í heild sinni hér.