Dagur 3 - enn einn öflugur dagur að baki

Margvísleg málefni voru til umfjöllunar á þriðja degi Læknadaga. Málstofur um lyfjafíkn og áskoranir læknisins, niðurtröppun lyfja, leghálsskimanir og hvort börn sofi eins og englar.

Mistök í læknisfræði rædd frá ýmsum sjónarhornum og heilsdags fræðsla um leiðtogahlutverk lækna og seiglu með málþingi og vinnubúðum.
Við heyrðum
um Guðmund góða Hólabiskup með augum geðlæknisfræðinnar og enduðum daginn á sjúkdómum og slysum í Íslendingasögum og Sturlungu.

Á morgun, fimmtudag, er næstsíðasti dagur Læknadaga 2022. Fyrir hádegi eru málþing um meðferð við lok lífs, menntavísindi lækna á Íslandi og háþrýsting hér á landi. Síðdegis verður fjallað um fullorðinsvatnshöfuð, framtíðarsýn læknisfræðinnar og um líkamsminni – "The Body Keeps the Score". Þá verða síðdegis vinnubúðir í einfaldri hjartaómskoðum.

Hádegisfyrirlestrar dagsins verða um samband læknis og skjólstæðings, langvarandi hjartabilun og vangaveltur um í hvaða hlutverki hver og einn er útfrá meðvirknifræðum.
Sjáumst á Læknadögum – það styttist í að veislunni ljúki!