COVID-sjúklingar örmagna á Reykjalundi - Magdalena á Vísi

Fólk sem leggst inn á Reykjalund eftir sjúkrahúsdvöl með COVID-19 er gríðarleg þreytt. Það er örmagna bæði á líkama og sál,“ segir Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi. Hún var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar og á Vísi. 

Reykjalundur hafi tekið á móti 20 einstaklingum síðustu þrjár vikurnar sem áður lágu þungt haldnir á Landspítala. 

„Þetta er náttúrulega nýr sjúkdómur og óþekktur og við erum í rauninni að skrifa söguna. Við fagfólkið hér lesum alla daga einhverjar greinar sem eru að birtast í hinum stóra heimi. Þetta er fjölkerfa sjúkdómur sem leggst á öll líffærakerfi,“ sagði hún.

„Þessi almenna þreyta er í rauninni eins og eftir aðra alvarlega sjúkdóma og langvarandi gjörgæsludvöl. Það sem er öðruvísi núna er náttúrulega að þetta er af völdum smitsjúkdóms sem er alvarlegur. Það þarf að gæta vel að smitvörnum því við erum með blandaða deild hér.“

Lesa má fréttina á Vísi hér.