COVID-19 faraldurinn búinn í bili - Bryndís á Bylgjunni

„Búið í bili. Það lítur þannig út,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir sóttvarnarlæknir þegar hún var beðin um að leggja mat á COVID-19 faraldurinn hér á landi. Bryndís var í viðtali við Bítið á Bylgjunni nú í morgunsárið.

„En þessu er misskipt. Við hérna á Íslandi erum í algjörri sérstöðu hvað þetta varðar. Staðan er nokkuð góð hjá okkur en hún er ekki góð annars staðar.“

Hér er viðtalið við Bryndísi á Bylgjunni.