Bogi eini Íslendingurinn sem kláraði Extreme Tri­at­hlon - Bogi á mbl.is

Bogi Jóns­son bæklun­ar­sk­urðlækn­ir var eini Íslend­ing­ur­inn sem lauk heilli keppni (full-dist­ance) í Extreme Tri­at­hlon sem haldið var á Snæ­fellsnesi þann 10. Júlí. Hann var jafn­framt elsti kepp­and­inn og er 63 ára gam­all. Bogi lauk keppninni á rúm­lega 19 og hálf klukku­stund.

„Til­finn­ing­in að koma í mark var svo­lítið sér­stök því ég reiknaði aldrei með því að kom­ast fyr­ir „cut-down“-tím­ann. Ég eig­in­lega geri mér ekki grein fyr­ir því ennþá að ég hafi náð þess­um ár­angri,“ seg­ir hann í viðtali við Morgunblaðið.

Það segir einnig að keppn­inni svip­i til svo­kallaðs járn­karls en vega­lengd­ir eru aðeins lengri og aðstæður erfiðari að sögn Boga. “Kepp­end­ur synda 3,86 kíló­metra í Lárós und­ir Kirkju­felli, hjóla 205,5 kíló­metra um Snæ­fellsnesið með 2.683 metra hækk­un og hlaupa svo 42,2 kíló­metra með 1.496 metra hækk­un frá Ólafs­vík að Arn­arstapa og til baka.”

Mynd/Skjáskot/mbl.is

Sjá viðtalið við Boga hér.