Bent á ósamræmi í reglum um meðhöndlun vímugjafa - mbl.is

„Ungt fólk á aldr­in­um 18 og 19 ára, sem í dag er óheim­ilt að hafi áfengi við hönd, verður heim­ilt að hafa í fór­um sín­um neyslu­skammta af fíkni­efn­um verði frum­varp Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra um af­glæpa­væðingu vörslu neyslu­skammta samþykkt. Þetta ósam­ræmi frum­varps­ins og gild­andi áfeng­is­lög­gjaf­ar er eitt þeirra atriða sem bent er á í um­sögn lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu,“ segir í frétt á mbl.is

Þar er vísað í álit Læknafélags Íslands: LÍ „leggst ein­dregið gegn því að þetta frum­varp verði samþykkt,“ seg­ir í um­sögn fé­lags­ins sem vek­ur at­hygli á því að af „óskýrðum ástæðum“ hafi frum­varpið ekki verið sent fé­lag­inu til um­sagn­ar eins og tíðkast hef­ur. Þá seg­ir að á hverju ári láti ungt fólk lífið vegna fíkn­ar. „LÍ legg­ur áherslu á að efla og auka meðferðarúr­ræði fyr­ir þá sem berj­ast við fíkn og verja auknu fjár­magni til slíkra verk­efna.“

Mynd/Skjáskot/mbl.is

Sjá frétt mbl.is hér.