Barnshafandi konur kjósi síður bólusetningu - Hulda í Morgunblaðinu

„Það eru alls ekki allar barnshafandi konur sem hafa þegið boð í bólusetningu,“ segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítala í Morgunblaðinu í dag. „Þær hafa eflaust hugsað sér að láta bólusetja sig eftir meðgöngu.“

Sagt er frá því að barnshafandi konur hafi ekki verið í forgangshópi þegar að kemur að bólusetningum hér á landi en þó hafi ekki verið lagst gegn bólusetningum þeirra kvenna sem óska þess.

Margt sé enn óljóst hvað varðar hegðun, smit og sýkingaráhrif Covid-19 þegar kemur að barnshafandi konum. Rannsóknir erlendis á áhrifum bólusetninga á barnshafandi konu standi fyrir dyrum.

Barnshafandi konum hér á landi staðið til boða að fá bóluefnin Pfizer og Moderna.

Mynd/Skjáskot/Morgunblaðið

  • Áskrifendur að Morgunblaðinu geta nálgast blaðið hér

    

    

   .