Atkvæðagreiðsla um sameiningu Almenna lífeyrissjóðsins og Lífsverks

Eins og læknar vonandi vita þá hefur komið fram tillaga um að sameina Almenna og Lífsverk.

Haldinn var kynningarfundur um sameininguna 30. október. sl. Upptaka af fundinum er aðgengileg hér: Kynningarfundur – 30. október

Einnig hefur verið opnaður upplýsingavefur um sameininguna. Upplýsingavefinn má skoða hér: 🔗 Skoða upplýsingavef

Á morgun, þriðjudaginn 11. nóvember verður haldinn fundur um sameininguna á Hilton Reykjavík Nordica, kl. 17:15. Hlé verður gert á fundinum á morgun meðan rafræn kosning fer fram um tillöguna um sameiningu. Rafræna kosningin fer fram frá kl. 18 þriðjudaginn 11. nóvember til kl. 16:00 fimmtudaginn 13. nóvember nk. Að kosningunni lokinni hefst fundurinn á ný  kl. 17:15 og framhaldið ræðst af niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Hér eru nánari upplýsingar um fundinn á morgun og rafrænu kosninguna. Nánari upplýsingar um fund og kosningu

Stjórn Læknafélags Íslands hvetur félagsmenn til að kynna sér vel tillöguna um sameininguna og taka þátt í atkvæðagreiðslunni.