Eins og læknar vonandi vita þá hefur komið fram tillaga um að sameina Almenna og Lífsverk.
Haldinn var kynningarfundur um sameininguna 30. október. sl. Upptaka af fundinum er aðgengileg hér: Kynningarfundur – 30. október
Einnig hefur verið opnaður upplýsingavefur um sameininguna. Upplýsingavefinn má skoða hér: 🔗 Skoða upplýsingavef
Á morgun, þriðjudaginn 11. nóvember verður haldinn fundur um sameininguna á Hilton Reykjavík Nordica, kl. 17:15. Hlé verður gert á fundinum á morgun meðan rafræn kosning fer fram um tillöguna um sameiningu. Rafræna kosningin fer fram frá kl. 18 þriðjudaginn 11. nóvember til kl. 16:00 fimmtudaginn 13. nóvember nk. Að kosningunni lokinni hefst fundurinn á ný kl. 17:15 og framhaldið ræðst af niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Hér eru nánari upplýsingar um fundinn á morgun og rafrænu kosninguna. Nánari upplýsingar um fund og kosningu
Stjórn Læknafélags Íslands hvetur félagsmenn til að kynna sér vel tillöguna um sameininguna og taka þátt í atkvæðagreiðslunni.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Afgreiðslutími
Mánudaga til fimmtudaga 9-16
Föstudaga 9-13