Ályktun stjórnar LÍ um afglæpavæðingu vímuefna

Læknafélag Íslands fagnar opinni umræðu um afglæpavæðingu vímuefna og þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin að velferð þeirra sem glíma við vímuefnavanda. Læknafélagið er sammála þeirri sýn að vímuefnavandi einstaklinga ætti fyrst og fremst að vera flokkaður sem heilbrigðismál. Mikilvægt er þó að stíga varlega til jarðar í málaflokki sem getur snúið að lýðheilsu landsmanna.

Að okkar mati er frumvarp ráðherra ekki enn fullmótað og er þess vegna hafnað í núverandi mynd. Læknafélagið telur mikilvægt að áfram sé unnið með frumvarpið með hluteigandi aðilum.