Alvarlegt að læknar flosni upp úr starfi sökum álags

Formaður Læknafélags Íslands segir grafalvarlegt að heilbrigðisstarfsfólk flosni upp úr starfi sökum álags og hefur áhyggjur af því að Landspítalinn missi dýrmætt fólk úr starfi. Hún kallar eftir róttækum og tafarlausum viðbrögðum.
 
Formaður Læknafélags Íslands segir grafalvarlegt að heilbrigðisstarfsfólk flosni upp úr starfi sökum álags og hefur áhyggjur af því að Landspítalinn missi dýrmætt fólk úr starfi. Hún kallar eftir róttækum og tafarlausum viðbrögðum.
 
Theódór Skúli Sigurðsson, barna- og svæfingalæknir á Landspítalanum og fyrrverandi formaður sjúkrahússlækna, lýsti í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi miklu álagi sem hann hefur verið undir í starfi sem hafi leitt til kulnunar.