Ef þetta frumvarp verður óbreytt að lögum þá mun 115 ára samstarfi Læknafélagsins og ríkisins ljúka á einu bretti,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, um fyrirhugaðar breytingar á lögum um sjúkratryggingar sem boðaðar hafa verið í frumvarpsdrögum.
Frumvarpið gerir Sjúkratryggingum Íslands kleift að ákveða hvernig gjaldskrá lítur út og takmarka magn þjónustu og heildarendurgreiðslu til hvers þjónustuveitanda.
Ragnar segir að áhrifanna myndi gæta þannig að læknar myndu halda áfram að veita þjónustu en sjúklingarnir þyrftu að leggja út fyrir reikningum og innheimta það svo sjálfir hjá Sjúkratryggingum.
„Í dag er þetta þannig að þegar þú ferð til læknis þá greiðir þú bara þinn hluta en hinn hlutinn er greiddur til læknisins í gegnum Sjúkratryggingar Íslands, sem er mikið hagræði fyrir sjúklingana og Sjúkratryggingar, en setur okkur í erfiða stöðu, því við myndum hætta slíkri greiðslumiðlun og sjúklingarnir yrðu að sjá um það sjálfir.“
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Afgreiðslutími
Mánudaga til fimmtudaga 9-16
Föstudaga 9-13