Afmælishátíð Læknafélagsins í Hörpunni

Dr. Anthony Costello
Dr. Anthony Costello

Dr. Anthony Costello er einn af þremur fyrirlesurum sem mun standa á sviðinu í Eldborg næsta mánudag. Í erindi sínu mun hann fjalla um niðurstöður skýrslunnar The Lancet Countdown: tracking progress on health and climate change, ásamt áhrifum loftslagsbreytinga á heilbrigði og stöðu mæðra, barna og ungmenna.

Dr. Costello gegnir nú stöðu framkvæmdastjóra hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnunni, World Health Organisation, Department of Maternal, Newborn, Child and Adolescent Health. Hann varð áður framkvæmdastjóri University College London Instutute for Global Health og er stofnandi NGO – Women and Children First. Hann hefur verið í forsæti fyrir Lancet Commission on Health and Climate Change.

Þetta er fyrirlestur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.