Aðrar kröfur til einkareksturs í Svíþjóð - Björn Zoëga á Hringbraut

Einkarekstur í heilbrigðisgeiranum er töluvert mun meiri í Stokkhólmi í Svíþjóð en á Íslandi og kröfurnar aðrar, sagði Björn Zoëga, forstjóri Karónlínska í settinu í Viðskiptaþætti Jóns G. Haukssonar á Hringbraut á dögunum. Hann horfi til Stokkhólms því hlutfall einkareksturs sé mismunandi eftir svæðum í Svíþjóð.

„Það eru gerðar allt öðruvísi kröfur,“ segir hann. Kröfur sé um árangur og sóst eftir gæðatölum um hvernig sjúklingum farnist.

Björn fór vítt og breytt yfir rekstur Karólínska og hvernig leguplássum hafi verið fjölgað úr 940 í 1230. „Það hefur orðið breyting en það er ekki stökkbreyting og því vona ég að þetta séu breytingar sem við getum haldið út,“ segir hann. Margir gangi í sömu átt en ekki allir. „En maður verður að heyra önnur sjónarmið,“ segir hann.

Sjá viðtalið við Björn Zoëga hér.