Aðalfundur WMA 2023

Aðalfundur Alþjóðasamtaka lækna, WMA (World Medical Association) er haldinn í Kigali, höfuðborg Rwanda, dagana 4.-7. október 2023. 

Steinunn Þórðardóttir formaður LÍ situr aðalfundinn. Hún er í stjórn WMA. Þá er hún frá sl. vori formaður siðfræðinefnar WMA og stýrði fundi þeirrar nefndar á aðalfundinum.

Að sögn Jóns Snædal, sem einnig situr fundinn, voru erfið og stórpólitísk mál á dagskrá aðalfundarins, með miklum umræðum um fundarsköp og mjög deildar meiningar. Steinunn fékk einróma lof fyrir fundarstjórn að sögn Jóns.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Steinunni stýra fundi siðfræðinefndar WMA.