Aðalfundur LÍ 2018

Aðalfundur Læknafélags Íslands (LÍ) 2018 verður haldinn  8. og 9. nóvember nk. í Hlíðasmára 8 og hefst kl. 15 þann 8. nóvember.  

Aðildarfélögin fjögur hafa þegar fengið tilkynningu frá LÍ um fjölda aðalfundarfulltrúa hvers félags á aðalfundinum.

Aðalfundargögn skal birta á heimasíðu LÍ eigi síðar en tveimur vikum fyrir fundinn, þ.e. eigi síðar en kl. 15 fimmtudaginn 25. október nk.

 

Vegna aðalfundarins er athygli félagsmanna vakin á eftirfarandi:

  1. Tillögur til ályktana skulu berast stjórn LÍ a.m.k. fjórum vikum fyrir aðalfund, þ.e. eigi síðar en kl. 15 fimmtudaginn 11. október nk. 
  2. Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn LÍ a.m.k. fjórum vikum fyrir aðalfund, þ.e. eigi síðar en kl. 15  fimmtudaginn 11. október nk.