Ábending til lækna vegna umfjöllunar um lyfjaskort

 

Vegna umfjöllunar um lyfjaskort vill Embætti landlæknis minna lækna á að hægt er að ávísa lyfjum, sem ekki hafa markaðsleyfi á Íslandi og lyfjum sem hafa markaðsleyfi á Íslandi en eru ekki markaðssett, með undanþágulyfseðlum. Þau lyf eru oft til á lager á Íslandi og í þeim tilvikum því engin bið.

Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Lyfjastofnunar undir fyrirsögninni „Undanþágulyf “. Þessar undanþágur veitir Lyfjastofnun læknum á þeirra ábyrgð sbr. 7. gr. lyfjalaga nr. 93 frá 1994 . Almennar upplýsingar um lyfjaskort má finna á vefsíðu Lyfjastofnunar

Sjá vef embættis landlæknis