Á sjötta tug rituðu undir læknaeiðinn

Á sjötta tug  rituðu undir læknaeiðinn í húsakynnum Læknafélags Íslands í gærdag á viðburði sem tók þónokkur mið að COVID-19 heimsfaraldrinum.

„Nú tekur við annar kafli í lífinu, að starfa sem læknar,“  sagði Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélagsins þegar hann bauð hópinn velkominn. „Læknisstarfið er í stöðugri í framþróun og á starfsævi læknis verða stakkaskipti í þekkingargrunni fagsins. Skiptir þar ekki máli hvaða braut er valin í þeim mikla fjölda sérgreina sem er innan læknisfræðinnar.“ 

Alma D. Möller landlæknir, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans og Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar Háskóla Íslands, ávörpuðu öll hópinn. Þau Alma og Páll lögðu áherslu á að nýútskrifaðir læknar sem aðrir þyrftu að passa upp á eigin heilsu eða eins og landlæknir sagði, „setja súrefnisgrímuna fyrst á sig.“  

Öll óskuðu þau hópnum til hamingju. „Við erum komin saman til að fagna áfanga ykkar og veita brautargengi í til næstu verka og hvetja ykkur til að vanda val ykkar á framtíðarstarfi og líka til að sína ykkur sjálfum, ástvinum og fjölskyldu umhyggju á öllum stundum,“  sagði Reynir. 

„Ágætu gestir – kandídatar, það er ánægjulegt að sjá þennan fríða hóp sem nú gengur til liðs við læknafélagið og óska ykkur aftur til hamingju með áfangann.“