9% COVID-19 smitaðra myndi ekki mótefni - Kári á RÚV

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í kvöldfréttum RÚV engin merki um að mótefni gegn COVID-19 minnki fljótt eftir að fólki batnar. Þar kemur fram að níu prósent þeirra sem greindust smituð séu ekki með mótefni.

Íslensk erfðagreining skimaði rúmlega 30 þúsund manns fyrir mótefnum. Niðurstaðan er að tæplega eitt prósent þjóðarinnar hefði vörn gegn COVID-19. Rannsóknir fyrirtækisins benda til þess að mikill meirihluti þeirra sem smitast myndi mótefni og verndin sem það veitir sé varanleg.

Fram kom í fréttinni að eldra fólk myndi minna mótefni en yngra og konur minna en karla.

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir í sam­tali við mbl.is í gær að niður­stöður rann­sókn­ar­  Oxfor­d­há­skóla á 9 þúsund heil­brigðis­starfs­mönn­um sýni ná­kvæm­lega það sama og rann­sókn Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar á mót­efni veirunn­ar í Íslend­ing­um. 

Mynd/Skjámynd/RÚV

Sjá frétt RÚV hér.

Sjá frétt mbl.is hér.