823 íslenskir læknar í 25 löndum

823 ís­lenskir læknar starfa nú í 25 löndum er­lendis. Þetta kemur fram í nýju tölu­blaði Lækna­blaðsins. Þar er rætt við tíu lækna sem starfa víða. Meðal annars í Bret­landi, Dan­mörku, Hollandi, Sví­þjóð, og Banda­ríkjunum.

Fréttablaðið  vitnar í Læknablaðið og ræðir við Reyni Arn­grím­sson, for­mann félagsins. Hann segir ýmsar skýringar á því hvers vegna svo margir starfa er­lendis.

„Alveg fram á síðustu ár hafa nánast allir læknar, sem hafa menntað sig á Ís­landi, farið er­lendis og margir hverjir í­lengst. Svo er verið að bíða eftir að það losni stöður hér á Ís­landi í þeirra sér­greinum sem hafa komið upp,“ segir hann.

„Það er kannski svona megin­skýringin á þessum fjölda,“ segir Reynir í sam­tali við Frétta­blaðið.

Hér má lesa framhaldsfrétt Fréttablaðsins og hér finna upprunalegu fréttina í Læknablaðinu og viðtölin við læknana. Í Læknablaðinu segir Ferdinand Jónsson, geðlæknir í London, til að mynda frá því þegar hann smitaðist af COVID-19.

„Tveimur vikum eftir að lætin hófust fékk ég pestina sjálfur. Ég hef aldrei orðið eins veikur. Og maður hugsar um dauðann, í sínum litla súrefnissnauða heimi, einsemdina og það að treysta ekki. Hér hafa öldur brotnað af þunga,“ segir Ferdinand í blaðinu.

„Læknar eru þekktir sem lélegir sjúklingar. Ég hélt að ég væri skárri, vegna reynslu af langvinnum, alvarlegum veikindum. Svo var ekki. Ótti og afneitun hafa verið við völd.“ Sjá orð Ferdinands í Læknablaðinu hér.

Mynd/Læknablaðið