1,5 millj. kr. sekt fyrir að misnota gögn frá Læknafélaginu

Persónuvernd hefur sektað HEI - Medical Travel (ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í læknisferðum) um 1,5 milljón króna. Starfsmaður fyrirtækisins aflaði netfanga fjölda lækna með því að skrá sig inn á vef Læknafélags Íslands með aðgangi læknis sem tengdur var starfsmanninum.

HEI - Medical Travel aðstoðar Íslendinga við að komast í fegrunar-, megrunar- og tannlæknaaðgerðir utan landsteinanna.

Í samantekt Persónuverndar um málið kemur fram að læknir nokkur hafi árið 2020 kvartað til Persónuverndar yfir öflun, skráningu, varðveislu og notkun netfangs kvartanda hjá HEI – Medical Travel (HEI). Læknirinn hafi fengið sendan markpóst í tölvupósti frá fyrirtækinu.

Í svörum HEI til Persónuverndar kom fram að skráning og varðveisla netfangs læknisins hefði verið mistök. HEI hefði upplýst Læknafélagið um hvernig netfangalistinn hefði verið fenginn, starfsmaðurinn hefði gert mistök og viðurkennt þau. 

Sjá nánar frétt á visir.is 

Sjá einnig frétt á mbl.is og á vb.is