Styrkir

Styrkir FOSL eru eftirfarandi:

 

  • Fæðingastyrkur: Veittur er styrkur til foreldris vegna fæðingar/ættleiðingar hvers barns að upphæð kr. 520.000. Ef foreldrar barns eru báðir læknar greiðist vegna hvers barns öðru foreldri fullur styrkur en hinu foreldrinu hálfur styrkur. Eingöngu læknar sem starfa og þiggja laun á Íslandi eiga rétt á að fá greiddan fæðingarstyrk úr sjóðnum.  Umsækjandi þarf að vera félagsmaður í Læknafélagi Íslands.  Styrkurinn er veittur gegn framvísun fæðingarvottorðs eða vottorðs um skráningu barns í þjóðskrá.  Staðgreiðsla er tekin af styrknum.  

 

  • Veikindastyrkur: Sjóðstjórn er heimilt að ákveða styrk til sjóðfélaga vegna ólaunaðrar fjarveru hans frá vinnu með jöfnum greiðslum í allt að þrjá mánuði, sem nemur 80% af meðalmánaðarlaunum sem greitt hefur verið af til sjóðsins, miðað við undangengna 12 mánuði áður en tekjutap á sér stað [þó að hámarki kr. 940.000 á mánuði].  Styrkurinn er veittur gegn framvísun læknisvottorði og staðfestingu vinnuveitanda um tekjumissi.  Staðgreiðsla er tekin af styrknum.  

 

  • Eingreiðslustyrkur: Sjóðstjórn er heimilt að veita sjóðfélaga styrk úr sjóðnum með eingreiðslu allt að kr 950.000,-  vegna sérstakra aðstæðna sem hafa í för með sér launamissi eða veruleg sérstök fjárútlát sjóðfélaga. Skila þarf inn málavöxtum í stuttu máli. Staðgreiðsla er tekin af styrknum.

 

  • Endurhæfingarstyrkur: Sjóðstjórn er heimilt að veita sjóðfélaga styrk úr sjóðnum, að hámarki kr 200.000 á þriggja ára fresti vegna dvalar til endurhæfingar að læknisráði á Íslandi. Heimilt er þó að nýta styrkinn til endurhæfingar á viðurkenndri stofnun erlendis en umsókn um slíka endurhæfingu þarf ávalt að fara fyrir stjórn sjóðsins. Styrkurinn er veittur gegn framvísun læknisvottorði. Staðgreiðsla er tekin af styrknum. 

 

  • Útfararstyrkur: Greiddur er útfararstyrkur að upphæð kr. 620.000,- vegna fráfalls félagsmanns. Styrkurinn er veittur gegn framvísun dánarvottorðs og staðfestingar á því hver annast útför (frá sýslumanni). Staðgreiðsla er tekin af styrknum. 

 

Öllum gögnum skal skilað inn með rafrænum hætti (sjá umsóknir).