Við haustjafndægur

Vetrarstarf Öldungadeildar LÍ hófst á hefðbundinn hátt með fyrirlestri Þórs Whitehead um “Ástandið og stjórnvöld 1940-1945" miðvikudaginn 6. september. Í október víkjum við aðeins frá reglunni þar eð stjórnin verður öll erlendis fyrsta miðvikudag þess mánaðar. Októberfundurinn verður því haldinn miðvikudaginn 11. október, fyrirlesari verður Nanna Briem og fjallar um siðferði í fjármálaheiminum. Annars reiknum við með að halda okkur við venjuna og félagsfundir verði fyrsta miðvikudag hvers mánaðar, sá síðasti í maí 2024. Í lok maí verður haldinn aðafundur og þá verður líka fræðsluerindi á dagskrá. Öldungadeild stendur fyrir tveimur málþingum á Læknadögum í janúar, mánudaginn 15. janúar 2024 e.h. , titill: "Alþjóðaheilsaglobal Health” og fimmtudaginn 18. janúar f.h., titill: "Lengi býr fyrstu gerð”. Næsta skemmtiferð er að byrja að taka á sig mynd. Farið verður á slóðir Sigvalda Kaldalóns í byrjun júní. Utanlandsferð er ráðgerð í lok ágúst, stefnan er sett á Skotland og er undirbúningur hafinn. Árið 2024 verður afmælisár, Öldungadeildin var stofnuð í maí 1994. Við ætlum að minnast tímamótanna á veglegan hátt með hátíðafyrirlestri og hátíðakvöldverði í október.


Til baka