Vetrarstarfið 2 - fundur 6. október og félagatal

Ágætu félagar,

Senn hefst hefðbundið vetrarstarf Öldungadeildarinnar með fræðslufundum á venjulegum stað og tíma í Hlíðasmára 8, fyrsta miðvikudag í mánuði, kl. 16-18, kaffi og vínarbrauð. sömuleiðis að venju, 6. október talar Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, um eldsumbrotin á Reykjanesskaga, í nóvember kemur Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur til okkar og fyrirlesari í desember er Óttar Guðmundsson. Höfum aðeins orðið vör við að menn telja sig hafa dottið af félagaskrá. Ekki kann ég skýringar á því, en hvet til að hafa samband við mig, helgaogm@hi.is.Hef þegar bætt tveimur á póstlistann og sendi hefðbundið fundarboð þegar ég verð búin að klóra mig fram úr póstforritinu. 

Svo má segja frá því að Öldungadeildin stendur fyrir málþingi á Læknadögum um framtíðarsýn læknisfræðinnar.

Helga M. Ögmundsdóttir

 


Til baka