Ný stjórn tekur við

Öldungadeild Læknafélags Íslands
Stjórnarskipti 9. júní 2021, kl. 17, að Háuhlíð 18

Mættir:
Kristófer Þorleifsson, fráfarandi formaður
Guðmundur Viggósson, fráfarandi gjaldkeri
Jóhannes M. Gunnarsson, fráfarandi ritari.

Ný stjórn:
Óttar Guðmundsson, formaður
Sigurður Guðmundsson, gjaldkeri
Helga M. Ögmundsdóttir, ritari
Friðrik Yngvarsson og Gísli Einarsson, meðstjórnendur

Fráfarandi formaður afhenti nýjum formanni tölvukubb með öllum helstu gögnum félagsins. Nýr gjaldkeri tók við möppu með fjármálum félagsins og þeir Guðmundur munu á næstu dögum fara saman til að ganga frá flutningi bankareikninga og nýjum kortum. Nýr ritari fékk mætingabók, sem búið er um í forláta spjöldum sem Hannes Finnbogason skar út. Ennfremur möppur með fundargerðum frá upphafi. Þær eru vistaðar á innri vef LÍ frá 2017.

Fráfarandi stjórn veitti upplýsingar og svaraði spurningum um starfsemi félagsins. Mánaðarlegir fræðslufundir að vetri og ferðir á sumrin hafa frá upphafi verið meginþættirnir í starfsemi félagsins. Fram kom að félagatal þarfnast lagfæringar og munu formaður og ritari ganga í það. Þá þarf að skipa endurskoðanda reikninga. Sú hugmynd kom fram að Öldungadeildin hefði málstofu á Læknadögum og formaður tók að sér að leggja inn umsókn þess efnis.

Formlegum umræðum lauk 18:15 en menn héldu áfram að spjalla yfir kaffi og ostum.



Til baka