Fréttabréf formanns

Fundir öldungadeildar

Ágætu öldungar

 Þá fer starfið hjá okkur að komast í gang  á ný.   Vegna Covid-19 faraldursins þurftum við að fella niðu bæði   apríl og mai fundi og þarmeð aðalfundinn sem átti að vera í mai.. Öldungadeildin fór í velheppnaða sumarferð á Snæfellsnes dagana 22.-24.ágúst og voru þátttakendur alls 34..

Fundadagskrá fram til áramóta verður eftirfarandi 
 

Miðvikudaginn 7. október 2020

Saga af sulli: umfjöllun um sullaveiki. Fyrirlesarar Eiríkur Jónsson þvagfæraskurðlæknir og Jón Torfason sagnfræðingur

Eftir fundinn kl 17.30: Aðalfundur öldungadeildar sem frestað var í vor vegna COVID-19

Miðvikudaginn 4. nóvember 2020

Thorvaldsen í Róm og Reykjavík. Fyrirlesari Sigurður E. Þorvaldsson lýtalæknir

Miðvikudaginn 2.desember 2020

Sturlunga geðlæknisins. Fyrirlesari Óttar Guðmundsson geðlæknir

 

Um fundi Öldungadeildar.


Allir læknar sem náð hafa sextugsaldri eru velkomnir í okkar hóp samkvæmt lögum Öldungadeildar Læknafélags Íslands.  Vonumst við til að sjá sem flesta á fundum okkar, bæði verðandi félaga og skráða félaga í deildinni.  Fundirnir eru haldnir kl. 16.00 fyrsta miðvikudag hvers mánaðar að Hlíðarsmára 8 í Kópavogi.  Hálftíma fyrir fund er boðið upp á kaffi og vínarbrauð meðan félagar og gestir ræða saman og rifja upp gömlu góðu dagana.

 
Með kveðju,

Kristófer

 

=========================================================

 

Kristófer Þorleifsson, læknir

 

Urðarhæð 6, 210 Garðabæ

 

Formaður Öldungadeildar

 

Heimasími 5641658 og farsími 8245271

 

kristofert@simnet.is

 
 

Til baka