Á döfinni 2022-2023

Nú er fyrir nokkru hafið hefðbundið vetrarstarf Öldungadeildar með fræðslufundum fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 16 í Hlíðasmara 8. Eftir að takmörkunum vegna Covid linnti geta félagsmenn geta gengið að þessu sem vísu frá september til maí, þótt þeir missi af fundarboði vegna vandræða við póstlista. Ég uppfæri eftir bestu getu, en ef menn lengir eftir fundarboði er um að gera að senda mér línu á helgaogm@hi.is og benda líka félagsmönnum, sem þeir hitta og kvarta undan sambandsleysi, á þetta. Öldungar stóðu fyrir vel heppnuðu málþingi á Læknadögum vorið 2022. Á næstu Læknadögum í janúar 2023 verða þau tvö og eru félagsmenn auðvitað hvattir til að kynna sér efni þeirra og fjölmenna. Á þessu ári fórum við í eina innanlandsferð um Borgarfjörð og síðan utanlandsferð til Budapest og Vínar. Ferðapistlar eru birtir í Læknablaðinu. Innanlandsferð í júní 2023 er komin á teikniborðið. Nú hef ég tekið við ritstjóri öldungapistla í Læknablaðinu og hvet ykkur til að senda mér hugmyndir og efni. Yfirfyrirsögn öldungapistla verður “Í ljósi reynslunnar” og þið eigið örugglega mörg eitthvað spennandi í pokahorninu.

Helga M. Ögmundsdóttir, ritari


Til baka