Stjórn Félags sjúkrahúslækna boðar til opins aðalfundar félagsins miðvikudaginn 30. apríl nk. kl. 17:00 í Hlíðasmára 8, Kópavogi. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. 9. gr. laga félagsins:
a) Skýrsla stjórnar félagsins fyrir liðið starfsár.
b) Reikningar félagsins fyrir liðið reikningsár með athugasemdum skoðunarmanna.
c) Stjórnarkjör – Kjósa þarf formann og gjaldkera - til tveggja ára þar sem kjörtímabil þeirra rennur út á aðalfundinum.
d) Val á nýjum meðstjórnanda í stjórn FSL til eins árs.
e) Kosning annars tveggja fulltrúa félagsins í stjórn LÍ.
f) Kosning aðal- og varafulltrúa á komandi aðalfund LÍ. Heimilt er að tilnefna aðra fulltrúa á þessum fundi en fram koma í tillögu stjórnar. Séu fleiri tilnefndir en kjósa skal ræður afl atkvæða. Hjálögð er tillaga um helming aðal- og varafulltrúa FSL.
g) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins og eins varamanns.
h) Ákvörðun árgjalds félagsmanna fyrir árið 2025 og fjárhagsáætlun.
i) Lagabreytingatillögur ef einhverjar eru.
j) Ályktanir
k) Önnur mál.
Aðalfundur FSL mun einnig vera á formi fjarfundar fyrir þá sem svo kjósa og verður tengill á fundinn sendur öllum félagsmönnum í tölvupósti innan skamms.
Stjórnin hvetur félagsmenn til að tengjast og taka virkan þátt í aðalfundinum!
Léttar kaffiveitingar verða á staðnum
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Afgreiðslutími
Mánudaga til fimmtudaga 9-16
Föstudaga 9-13