Aðalfundur FSL 2019

                                                                                         

AÐALFUNDUR
Félags sjúkrahúslækna

28. mars kl. 16:30

Stjórn Félags sjúkrahúslækna boðar til aðalfundar félagsins fimmtudaginn 28. mars nk. kl. 16:30 í Hlíðasmára 8, Kópavogi. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. 9. gr. laga félagsins:

a)      Skýrsla stjórnar félagsins fyrir liðið starfsár.

b)      Reikningar félagsins fyrir liðið reikningsár með athugasemdum skoðunarmanna.

c)      Stjórnarkjör – verður ekki því á stofnfundi 18. janúar 2018 voru stjórnarmenn kosnir til þriggja og tveggja ára.

d)     Kosning annars tveggja fulltrúa félagsins í stjórn LÍ.

e)      Kosning aðal- og varafulltrúa á komandi aðalfund LÍ. Heimilt er að tilnefna aðra fulltrúa á þessum fundi en fram koma í tillögu stjórnar. Séu fleiri tilnefndir en kjósa skal ræður afl atkvæða. Hjálögð er tillaga um helming aðal- og varafulltrúa FSL.

f)       Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins og eins varamanns.

g)      Ákvörðun árgjalds félagsmanna fyrir árið 2019 og fjárhagsáætlun.

h)      Lagabreytingatillögur, sjá hjálagt.

i)        Önnur mál.

Stjórnin hvetur félagsmenn til að mæta á aðalfundinn. Kaffiveitingar verða í boði.

 


Til baka