Yfirlýsing um mönnunarvanda Landspítalans

Reykjavík 08.06.2021

 

Yfirlýsing frá félagi íslenskra röntgenlækna

 

Stjórn félags íslenskra röntgenlækna tekur undir áhyggjur Læknafélags Íslands, stjórn Læknaráðs Landspítalans, félags sjúkrahúslækna og félags bráðalækna um alvarleika stöðunnar á Bráðamóttöku og á fleiri deildum Landspítalans með almenna og langvarandi manneklu lækna og fleiri stétta heilbrigðisstarfsfólks og óviðunandi starfsaðstöðu.

Bæta verði úr óviðunandi starfsaðstæðum heilbrigðisstarfsfólks á Landspítalanum, tryggja fullnægjandi mönnun allra stétta og tryggja þannig öryggi sjúklinga.

Fyrir hönd stjórnar félags íslenskra röntgenlækna,

 

Helgi Már Jónsson

Formaður félags íslenskra röntgenlækna

Röntgenlæknir

Landspítalinn Háskólasjúkrahús

helgimj@landspitali.is


Til baka