Aðalfundur FÍR

Félag röntgenlækna

Fundargerð aðalfundar Félags íslenskra röntgenlækna 2021

Tímasetning: fimmtudagur, 28. október 2021
Staðsetning: Bragginn, Nauthólsvegur, Reykjavík

Fundarmenn:

Stjórn FÍR: Helgi Már Jónsson, Margrét Sturludóttir, Enrico Bernardo Arkink
Aðrir fundarmenn: Iðunn Leifsdóttir, Bergný Marvinsdóttir, Ágústa Andrésdóttir, Emil Ragnarsson, Jóhann Davíð Ísaksson, Guðrún Lilja Óladóttir, Sigurveig Þórisdóttir, Mariella Tsirilaki, Stefán Kristjánsson, Magnús Baldvinsson, Jörgen Albrechtsen, Eiríkur Gunnlaugsson

 

Formaður félagsins setti fundinn kl. 19.25 og skipaði Enrico Bernardo Arkink fundarritara. Fundurinn var löglega boðaður. Dagskrá var samkvæmt lögum félagsins. Gerð var breytingartillaga á fundardagskrá og lagði Helgi Már fram tillögu að breytingu á fimmtu grein laga FÍR: “Aðalfundur skal haldinn í apríl annað hvert ár á því formi sem hentar hverju sinni og er löglegur, sé til hans boðað með bréfi og/eða á rafrænan hátt með tveggja vikna fyrirvara.” í stað: “Aðalfundur skal haldinn í apríl annað hvert ár og er löglegur, sé til hans boðað með bréfi og/eða á rafrænan hátt með tveggja vikna fyrirvara.” - var þessi breytingartillaga á fundarboði samþykkt af öllum greiddum atkvæðum fundarins.

  1. Skýrsla formanns
    • Frekar rólegt hefur verið yfir starfinu sl. 2 ár vegna COVID19 faraldurs. Síðasti aðalfundur (17.12.2019) var rétt fyrir byrjun faraldurs og þá voru kjörin Helgi Már Jónsson formaður, Margrét Sturludóttir gjaldkeri, Enrico Bernardo Arkink ritari, og Sigríður Möller meðstjórnandi. Hildur Einarsdóttir var kjörin endurskoðandi. Síðan þá var einn stjórnarfundur haldinn 29. ágúst 2020 til að ræða almenn mál stjórnar FÍR. Að öðru leyti, stjórnarsamstarf aðallega farið fram í gegnum síma og tölvupóst. Enginn félagsfundur hefur verið haldinn á tímabilinu.
    • Í ljósi faraldurs, spurði formaður fundinn hvort einhver mótmælti möguleikanum á fjarfundi. Enginn var á móti þessari tillögu.

  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar
    • Margrét Sturludóttir gjaldkeri lagði fram reikninga félagsins. Ekki hefur verið rukkað fyrir félagsgjöldum síðasta ár en mun verða bætt úr því. Engu að síður, félagið stendur áfram mjög vel fjárhagslega.
  3. Skýrslur nefnda
    • Tíminn er kominn að endurnýja fulltrúa í European Society of Radiology nefndum mars 2022 til mars 2024.
    • Education Committee: Magnús Lúðvíksson hefur setið í þeirri nefnd, helstu verkefni eru online menntun, European School of Radiology, þjálfun læknanema og sérnámslækna og Training curriculum. Magnús getur ekki verið endurkjörinn.
    • Quality, Safety and Standards Committee: Halldór Benediktsson hefur setið í þeirri nefnd , helstu verkefni eru Esperanto-audit, EuroSafe verkefni um geislavarnir og ESR iGuide um clinical descision guide. Halldór getur ekki verið endurkjörinn.
    • Research Committee: Maríanna Garðarsdóttir hefur setið í þeirri nefnd, helstu verkefni eru EIBIR og Biomarkers. Maríanna getur ekki verið endurkjörin.
    • Formaður bað félagsmenn að sækja um stöðurnar.
    • Ennfremur eiga meðlímir FÍR fulltrúa í UEMS, helstu verkefni þess eru reglulegir fundir og aðgangur á ECR. Fulltrúar í síðasta tímabil voru Magnús Lúðvíksson og Maríanna Garðarsdóttir ásamt Stefáni Kristjánssyni sem situr fyrir Division of Neuroradiology.
    • Helgi Már Jónsson hefur tekið þátt á nokkrum fundum ESR, meðal annars aðalfundi ESR sem var haldinn sem fjarfundur vegna faraldurs.
  4. Lagabreytingar
    • Tillaga að breytingu á fimmtu grein laga FÍR var borin fram af formanni. Tillaga að breytingu: “Aðalfundur skal haldinn í apríl annað hvert ár á því formi sem hentar hverju sinni og er löglegur, sé til hans boðað með bréfi og/eða á rafrænan hátt með tveggja vikna fyrirvara.” í stað: “Aðalfundur skal haldinn í apríl annað hvert ár og er löglegur, sé til hans boðað með bréfi og/eða á rafrænan hátt með tveggja vikna fyrirvara.” - Var þessi breyting á lögum FÍR samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
  5. Ákvörðun félagsgjalda
    • Félagsgjöld varð staðfest á ISK 15.000/ári fyrir fulla meðlimi en eins og áður greiða eldri félagar sem hætt hafa störfum vegna aldurs, deildarlæknar og heiðursfélagar ekki árgjald. Stjórn er falið að meta hvenær eigi að hefja gjaldtöku.
  6. Kjör stjórnar
    • Að ósk Sigríðar Möller var spurt ef einhverjum langar að taka þátt sem meðstjórnandi í stjórn félagsins. Jóhann Davíd Ísaksson bauð sig fram og enginn mótmælir á því.

 

  1. Kjör endurskoðanda
    • Guðrún Lilja Óladóttir var kjörin endurskoðandi.

  1. Kjör fulltrúa í stjórn Norræna röntgenlæknafélagsins
    • Maríanna Garðarsdóttir og Helgi Már Jónsson hafa setið í NFMR. Spurt var um hvort fjárhagsstuðning er að fá við þessu verkefni. Magnús Baldvinnson sagði það væri mögulegt til að fá styrk frá Læknafélag Íslands fyrir fulltrúa til að taka þátt í félagsstörfum í stjórn erlendra fagfélaga.
    • Helgi Már Jónsson var skipaður í stjórn ACTA Stiftelsen sem fulltrúi FÍR.
    • Formaður hafði óskað í gegnum tölvupósts fyrir nokkra vikna eftir fulltrúa frá Íslandi sem tengilið við japanska-skandinavíska röntgenfélagið og á eftir að skipa fulltrúa í það verkefni.
    • Næst norræna þing röntgenlækna á Íslandi verður að óbreyttu haldið 2029 en 2021 þingið í Finnlandi var fært til 2023 vegna COVDI19 faraldursins.

 

Helgi Már Jónsson,  Margrét Sturludóttir, Enrico Arkink og Sigríður M. Möller


Til baka