Lög

Lög Félags íslenskra lungnalækna

1. gr.
Félagið heitir Félag íslenskra lungnalækna.

2. gr. 
Tilgangur félagsins er að : 
a) auka þekkingu og rannsóknir á lungnasjúkdómum á Íslandi
b) bæta þjónustu við lungnasjúklinga
c) miðla þekkingu um lungnasjúkdóma
d) gæta hagsmuna íslenskra lungnalækna.

3. gr.
Rétt til inngöngu í félagið eiga sérfræðingar í lungnalækningum. Aðrir læknar, sem áhuga hafa á lungnalækningum, geta einnig fengið aðild að félaginu með samþykki stjórnar. 

4. gr.
Stjórn félagsins skipa fimm menn. Formaður, gjaldkeri, ritari og tveir meðstjórnendur eru kosnir á aðalfundi til tveggja ára í senn.

5. gr.
Formaður ákveður hvenær halda skuli stjórnarfund, en auk þess skal haldinn stjórnarfundur, ef tveir stjórnarmenn hið minnsta krefjast þess. Stjórnarfundur er löglegur ef þrír stjórnarmenn sitja hann. 

6. gr.
Aðalfund skal halda í október ár hvert. Stjórn félagsins ákveður dagskrá aðalfundar og boðar hann með minnst tveggja vikna fyrirvara. 

Dagskrá aðalfundar: 
a) Skýrsla stjórnar
b) Endurskoðað reikningsuppgjör gjaldkera
c) Ákvörðun árgjalds
d) Kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda
e) Önnur mál. 

7. gr.
Halda skal auka aðalfund í félaginu ef fjórðungur félagsmanna fer fram á það skriflega. Dagskrár skal getið í fundarboði sem sent er til félagsmanna, minnst tveim vikum fyrir fundinn. 

8. gr. 
Lögum þessum má eigi breyta nema á aðalfundi og þarf samþykki minnst 2/3 hluta félagsmanna til þess. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn minnst fjórum vikum fyrir aðalfund og skulu þær fylgja fundarboði. 

9. gr. 
Ef félagið verður lagt niður skal eignum þess varið til rannsókna á lungnasjúkdómum. 


Til baka