Hálskirtlataka-Ábendingar

Eftirfarandi ábendingar fyrir hálskirtlaaðgerðum eru byggðar á  leiðbeiningum sænskra heilbrigðisyfirvalda.

1) Nationella medicinska indikationer - Tonsilloperation (2009)

2) Indikation för tonsillotomi på barn och ungdomar (2011)

 

Ábendingar fyrir hálskirtlaaðgerðum

 

A) Hálskirtlataka (tonsillectomy) í fullorðnum og börnum

Ábending þarf að uppfylla öll aðalskilmerki og a.m.k. eitt viðbótarskilmerki

Aðalskilmerki:

 1. Hálssærindi af völdum hálskirtlabólgu (tonsillitis)
 2. Einkenni eru það mikil að þau trufla daglegt líf
 3. Að kannaðar hafi verið mögulegar smitleiðir og full sýklalyfjameðferð verið reynd

 

Viðbótarskilmerki:

 1. Að minnsta kosti 3-4 tilfelli hálskirtlabólgu (tonsillitis) yfir a.m.k. 1 árs tímabil
 2. Endurtekinn hiti af óþekktri orsök í börnum
 3. “Systemiskur” sjúkdómur sem versnar við hálskirtlabólgu


Tvö tilfelli hálskirtilskýlis (peritonsillar abscess) uppfylla ábendingu fyrir hálskirtlatöku í fullorðum án þess að grunnskilmerki hálskirtlatöku hafi verið uppfyllt. Eitt tilfelli hálskirtlakýlis er hlutfallsleg (relative) ábending hjá fullorðnum og full (absolute) ábending hjá börnum.


B) Hálskirtlaminnkun (1,2) (tonsillotomy) í börnum

Hlutfallslega stórir hálskirtlar sem taldir eru valda fyrirstöðu í efri loftvegi í svefni, með eða án hrota, ásamt einu af eftirtöldu

 • Munnöndun og augljós öndunarstop eða inndrættir á brjóstkassa
 • Órólegur svefn með tíðu svefnrofi og oft óeðlilegum svefnstellingum
 • Trufluð dagfunktion, allt frá dagþreytu til vanþrifa sem grunur er á að orsakist af lélegum svefngæðum
 • Oralmotorisk vandamál svo sem erfiðleikar við að borða, kyngingar- eða taltruflanir
 • (Truflaður andlits og bitþroski eftir að þverfaglegt mat hefur átt sér stað)

 

 Aðgerðarlæknir búi yfir kunnáttu í hálskirtlaminnkun og hafi yfir að ráða viðeigandi tækjabúnaði

Ekki sé til staðar sýking í hálskirtlum sem kalli á fullt brottnám hálskirtla (tonsillectomy)

 

 

 

 


Til baka