Lög

Lög Félags sérfræðinga í meltingarsjúkdómum

 

1 gr.

Nafn félagsins er: Félag sérfræðinga í meltingarsjúkdómum.
Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2 gr.

Markmið: Félagið skal stuðla að aukinni þekkingu félagsmanna að öllu því er lýtur að greiningu og meðferð meltingarsjúkdóma.

a.     Efla áhuga þeirra á nýjungum á því sviði og stofna til kynna og samstarfs við einstaklinga og önnur félög, sem vinna að sömu viðfangsefnum.

b.    Gæta hagsmuna félagsmanna í kjaramálum.

3 gr.

Félagar geta þeir orðið, sem lagt hafa sérstaka stund á meltingarsjúkdóma innan lyflæknisfræðinnar og öðlast sérfræðiviðurkenningu í meltingarlækningum á Íslandi.

4 gr.

Stjórnin skal skipuð 3 félagsmönnum, formanni, ritara og gjaldkera. Skulu þeir kosnir á aðalfundi til eins árs í senn og mega þeir taka endurkjöri í eitt skipti. Varastjórn skipa 2 félagsmenn, þá skulu kosnir 2 endurskoðendur og einn til vara.

5 gr.

Aðalfundur skal haldinn fyrir 1. maí ár hvert og er lögmætur sé boðað til hans með að minnsta kosti viku fyrirvara. Dagskrá skal tilkynna í fundaboði. Formaður eða staðgengill hans setur fundinn, skipar fundarstjóra og ritara.
Dagskrá aðalfundar:

a.     Formaður gefur skýrslu um störf félagsins á liðnu starfsári.

b.    Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga.

c.     Kosning stjórnar og varastjórnar. Komi fram tillögur um fleiri en kjósa á, skal kosning vera skrifleg.

d.    Kosnir tveir endurskoðendur og einn til vara.

e.     Árgjald skal ákveðið fyrir eitt ár í senn.

f.      Lagabreytingar, ef fram koma tillögur um þær.

g.     Önnur mál.

6 gr.

Aðra félagsfundi skal halda, þegar stjórnin telur henta eða minnst 1/3 hluti félagsmanna æskir þess. Skal boða til þeirra með sama hætti og aðalfundar.

7 gr.

Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þarf 2/3 greiddra atkvæða til þess, en ¾ til að slíta félaginu.

8 gr.

Verði félagið lagt niður, skulu eignir þess og skilríki renna til Læknafélags Íslands.

 

 


Til baka