Lög Félags ísl. krabbameinslækna

Lög Félags íslenskra krabbameinslækna

 

Heiti
1.grein

Félagið heitir Félag íslenskra krabbameinslækna (The Icelandic Society of Clinical Oncology).
Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

Markmið
2.
grein

Tilgangur félagsins er að:
      a) Gæta hagsmuna krabbameinslækna.
      b) Efla rannsóknir innan krabbameinslækninga.
      c) Stuðla að forvörnum og bæta greiningu, meðferð og eftirlit þeirra einstaklinga sem greinast með krabbamein á Íslandi.
      d) Stuðla að símenntun félagsmanna.

Félagar
3. grein

Rétt til inngöngu í félagið eiga þeir læknar, sem fengið hafa sérfræðiviðurkenningu í krabbameinslækningum á Íslandi.


Félagsgjöld
4.
grein

Árgjald skal ákveðið á aðalfundi.

Stjórn félagsins
5.
grein

Stjórn félagsins skipa þrír menn: Formaður, ritari og gjaldkeri. Á aðalfundi skal ár hvert kjósa gjaldkera. Sá einstaklingur færist að ári í starf ritara og þriðja árið í starf formanns. Heimilt er sama einstaklingi að sitja í stjórn í tvö kjörtímabil samfellt, þ.e. 6 ár en eigi lengur.

Fundir
6.
grein

Aðalfundur skal haldinn fyrir lok nóvembermánaðar ár hvert og fer hann með æðsta vald í málefnum félagsins. Til hans skal boða skriflega með minnst tveggja vikna fyrirvara. Dagskrá og tillögur til lagabreytinga skulu fylgja fundarboði. Stjórn félagsins boðar til félagsfunda eftir þörfum eða samkvæmt aðalfundarályktunum eða þegar fjórðungur félagsmanna krefst þess. Til félagsfunda skal boða skriflega með minnst viku fyrirvara. Fundarboði skal fylgja dagskrá.

Aðalfundur
7.
grein

Aðalfundur er lögmætur þegar löglega er til hans boðað.
Formaður tilnefnir fundarstjóra og fundarritara.
Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:
       a) Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
       b) Ársreikningur lagður fram.
       c) Kjör stjórnarmanns til þriggja ára.
       d) Fjárhagsáætlun og ákvörðun árgjalds.
       e) Skýrsla stjórnar Vísindasjóðs krabbameinslækningadeildar Landspítalans.
       f) Kosning í stjórn vísindasjóðsins.
       g) Lagabreytingartillögur.
       h) Önnur mál.
Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum á fundinum um önnur málefni en lagabreytingar og falla tillögur á jöfnum atkvæðum. Skrifleg atkvæðagreiðsla skal fara fram ef einhver fundarmanna krefst þess.

Reikningsár
8.
grein

Reikningsár félagsins er almanaksárið.

Kjör heiðursfélaga
9.
grein

Stjórn félagsins getur valið heiðursfélaga úr hópi lækna, vísindamanna eða velunnara félagsins. Val heiðursfélaga skal vera einróma ákvörðun stjórnar og skal tilkynna hana á aðalfundi.

Ýmis ákvæði 
10.
grein

Lögum þessum verður ekki breytt nema á lögmætum aðalfundi, enda greiði 2/3 fundarmanna atkvæði með breytingunni. Tillögur að breytingum þurfa að hafa borist stjórninni svo tímanlega að þeirra sé hægt að geta í fundarboði. Eldri lög félagsins falla úr gildi við samþykkt þessara laga.

 

 

 


Til baka