Fundargerð 27.10.2016

Orðanefnd læknafélaganna 

Fundur var haldinn að Laugavegi 13, Reykjavík, þann 27. október 2016 kl. 10:00, en þetta var 46. fundur nefndarinnar.

Mættir voru Jóhann Heiðar Jóhannsson, formaður nefndarinnar, Eyjólfur Þ. Haraldsson og Magnús Jóhannsson, en sá síðastnefndi ritaði fundargerð.  Einnig sat fundinn Ágústa Þorbergsdóttir, deildarstjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar.

 

1.      Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð síðasta fundar (8. september 2016) var samþykkt.

2.      Útgáfa líffærafræðiheita
Orðasafn í líffærafræði – II. Líffæri mannsins er komin úr prentun og var afhent nefndarmönnum á fundinum. Orðasafnið fer í dreifingu og sölu eins og eldra safn.

3.      Orðabókarvinnan
Unnið var með lista sem inniheldur „infection“ og skyld heiti (samtals 73 færslur). Nefndarmenn höfðu farið yfir listann fyrir fundinn og merkt við þau orð sem ræða þyrfti. Nokkrar breytingar og viðbætur voru gerðar og listinn er í yfirlestri hjá sérfræðingi á þessu sviði.
JHJ mun ganga frá hugtökunum í Orðabankanum og ÁÞ annast birtingu þeirra.

4.      Næsti fundur
Næsti fundur er fyrirhugaður fimmtudaginn 10. nóvember. JHJ mun boða þann fund og senda út orðalista til yfirlestrar.

Fundi var slitið um kl. 11:00.