Aðildarfélög LÍ

Á aðalfundi Læknafélags Íslands (LÍ) 2017 voru samþykktar skipulagsbreytingar á félaginu. Hið nýja skipulag félagsins gerir ráð fyrir að í LÍ verði framvegis fjögur aðildarfélög en þau koma í stað svæðafélaganna. Þessi nýju félög eru Félag almennra lækna, Félag íslenskra heimilislækna, Læknafélag Reykjavíkur (sem sinni hagsmunum félags sjálfstætt starfandi lækna) og Félag sjúkrahúslækna.