Samkomulag Frumtaka og Læknafélags Íslands frá 2006:
Samningur
Frumtök, samtök framleiðenda frumlyfja og Læknafélag Íslands hafa komist að samkomulagi um að sameiginleg yfirlýsing Evrópska læknafélagsins, CPME (Comité Permanent des Médicins Européens) og samtaka lyfjaiðnaðarins í Evrópu, EFPIA (European Federation of Pharmaceutical Industries and Associations) um samstarf læknastéttarinnar og lyfjaiðnaðarins frá 2005, sem fylgir samningi þessum í áritaðri íslenskri þýðingu, skuli virt í samskiptum félagsmanna samningsaðila.
Samningsaðilar skuldbinda sig jafnframt til þess að kynna efni yfirlýsingarinnar fyrir félagsmönnum sínum.
Samningurinn, sem tekur gildi við undirritun, er uppsegjanlegur með sex mánaða fyrirvara.
Kópavogi 29. september 2006
Hjörleifur Þórarinsson f.h. Frumtaka Sigurbjörn Sveinsson, f.h. Læknafélags Íslands