Fréttabréf formanns

Ágætu öldungar

Öldungadeild LÍ og Læknablaðið

Orðsending (ákall) til lækna

Síðan haustið 2010 hefur verið haldið úti síðunni <Öldungadeild LÍ> í Læknablaðinu. Hin síðari ár 5-6 sinnum á ári. Páll Ásmundsson sá um þessa síðu þar til í lok síðasta árs en þá tók undirritaður við þessari umsjón. Aldrei var ætlunin að þetta væri eins manns verk og byggir framtíð síðunnar á því að þið takið virkan þátt og leggið efni til síðunnar. Efnisval er frjálst en ætlast er til að það höfði til lesenda blaðsins. Miðað er við að texti pistlanna sé um 700 orð auk myndefnis. Auðvelt er að skoða eldra efni undir flipanum <Öldungadeild LÍ> á forsíðu vefútgáfu Læknablaðsins.
Þau sem hafa frá einhverju að segja hafi samband við undirritaðan á magjoh@hi.is eða 8941422.

Magnús Jóhannsson


 

 
Með kveðju,

Kristófer

 


Til baka